Hjörtur Fjelsted, sem lék með Keflvíkingum gegn KR sunnudaginn 23. júlí sl. var ólöglegur með liðinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Hjörtur spilaði með Skallagrími fyrri part sumars en gekk til liðs við Keflavík fyrir leikinn. Hann var þó ekki skráður hjá KSÍ fyrr en 27. júlí og var því ekki löglegur í leiknum. KR-ingar eru of seinir til að kæra leikinn núna því kærufrestur er runninn út. Framkvæmdarstjóri KR, Magnús Orri Schram, sagði að KR-ingar hefðu ekki vitað að Hjörtur væri ólöglegur fyrr en í dag, en það er of seint. Hefðu KR-ingar kært Keflvíkinga hefði KR að öllum líkindum verið dæmdur sigur í leiknum og væru þá aðeins einu stigi á eftir Fylkismönnum, en ekki fjórum.