Síðari leikur KR og Brøndby fer fram á Laugardalsvellinum á morgun, miðvikudaginn 2. ágúst. Það er ljóst að um æsispennandi leik verður að ræða. KR-ingar verða að vinna leikinn með tveimur mörkum, helst 2:0, en fari leikurinn 3:1 verður að grípa til framlengingar. 4:2 þýðir að Danirnir komist áfram, vegna marka skoraðra á útivelli. Brøndby-menn eru svo sigurvissir að þeir eru þegar búnir að panta hótelgistingu í Hamborg. Stuðningsmenn Hamburger SV hafa sagt að Brøndby-menn hafi verið heppnir í Danmörku. Þeir vita ekki hvort liðið kemst áfram, en þeir telja Brøndby líklegri vegna úrslit fyrri leiksins. Þeir sögðust líka heldur vilja þreytta Dani en fríska Íslendinga. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum of hefst kl. 18:30.