Manchester United Sælir hálsar.

Ég vill taka það fram hérna strax í byrjun að ég er Manchester United maður, og ég mun tala hérna um liðið.. kannski ekki nógu hlutdrægur, þannig að vinsamlegast ekki flame-a þessa grein!

Svo er mál með vexti, ég er búinn að vera að fylgjast með liðinu mínu núna undanfarið mjög mikið, því að ég sökk í heim Counter-Strike spilunar þar til fyrir stuttu, og þá á meðan fylgdist ég lítið sem ekkert með fótboltanum.

En hvað um það, leikir Manchester United á þessu Bandaríkjamóti eru búnir að vera hreint stórkostlegir, United eru búnir að sýna mjög agaðan leik, Juan Sebastian Verón virðist loksins vera búinn að ná sínu formi, en þó ekki eins góðu og þegar hann var á Ítalíu, munið það að hann var kóngurinn á Ítalíu, en búinn að vera miðlungs undanfarnar leiktíðir hjá Manchester United.

Ég er fréttaritari ManUtd.is og Fótbolti.net og er ég búinn að vera því að skrifa/og lesa fréttir um Juan Sebastian Verón, David Beckham svo eitthvað sé nefnt. Hérna ætla ég að segja smá, sem fólk virðist gleyma. Ég ætla að taka það aðeins hérna fyrir, lesið nú vel.. og minni ég ykkur á að sama hversu miklir David Beckham fan þið eruð, að flame er afþakkað.

David Beckham:
- Plúsar:
Ókei, þarna er á ferðinni afbragðs leikmaður hvað sendingar varðar. Tekur fínar hornspyrnur, góðar aukaspyrnur og skilar sínu er hvað það varðar.

- Mínusar:
Ef við hlustum á einn besta leikmann Manchester United fyrr og síðar, George Best þá segir hann að David Beckham sé frekar einhæfur leikmaður, sem er nokkurnveginn rétt. Hann er ekki hraðskreiður, hann er ekki góður í að sóla menn, hann er voða slappur með vinstri fótnum, hann skýtur ekki fast, hann er ekki góður varnarlega.

Útkoma: Mínusinn vinnur því miður.

Juan Sebastian Verón:
- Plúsar:
Þetta er leikmaður sem hefur allt sem Beckham hefur upp á að bjóða, og fleira. Hann getur sólað, sent góðar fyrirgjafir, skotið úr aukaspyrnum.

- Mínusar:
Það er tvennt sem einkennir þennan annan ágætis Argentínu mann, hann þarf aðlögunartíma í Enskudeildinni, sem er búinn held ég, a.m.k eins og hann er búinn að vera að spila í Bandaríkjunum.
Munið það að þegar hann var í Ítölsku deildinni, þá var hann Kóngurinn, ef hann dettur í gang eins og hann var í Ítölsku deildinni, þá getum við United menn öskrað “Beckham & Ronaldinho who!?”.

Útkoma: Alhliða betri fótbolta maður.

Þetta er mín skoðun á málunum, en David Beckham má samt eiga það að hann er meiri týpa.

Kveðja,
Yngvi Þ. Eysteinsson - yngvi@yngvi.is
Fréttaritari ManUtd.is & Fotbolti.net