KR dottnir úr Meistaradeildinni Kr-ingar mættu Armeníska liðinu Pyunik í seinni leik liðanna á Laugardalsvelli síðast liðið miðvikudagskvöld. Lið Pyunik innihélt 3 Armena, og 8 útlendinga, þám. argentíska leikmenn, sem áttu heldur betur nokkra hraða spretti.

Í miðjum fyrri hálfleik ca. fengu dæmdi hinn lettneski dómari víti Pyunik í hag, og dómurinn var án efa umdeildur þar sem nákvæmlega eins atvik átti sér stað í teig Puynik manna þar sem brotið var á KR-ingi, en dómari sá ekki tilfelli til að flauta. Ég hef ekki nafnið á manninum sem tók vítaspyrnu Pyunikmanna, en hann brenndi af með háu skoti yfir markið.
Þegar flautað var til hálfleiks, var ekki hægt að segja til um hvernig leikurinn myndi enda þar sem bæði lið virtust býsna sterk, en KR-ingar höfðu þau byrjað fyrri hálfleikinn af miklum krafti en þá aðeins slakað á.

Í seinni hálfleik á 73. mínútu hljóp leikmaður Agvan Mkrtchyan með boltann í gegnum vörn KR án alls áreitis og kom Pyunik yfir, 1-0. Miðjan og vörnin virtust gjörsamlega hafa sofnað á verðinum í þetta skiptið.

Á 81. mínútu, var Sölvi Davíðsson leikmaður KR-inga sloppinn með knöttinn inn fyrir vörn Puynik, en var svo felldur inní vítateig þeirra. Dómari dæmdi umsvifalaust víti, en lét gult spjald nægja á þann seka. Arnar Gunnlaugsson, sem kom inná fyrr í leiknum, skoraði örugglega með fastri spyrnu, staðan þá 1-1.

Fleiri urðu mörkin ekki, og KR-ingar þá dottnir út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en FC Puynik sigraði því samanlagt 2-1.