Já hann Eiður okkar er bara orðinn nokkuð vinsæll þarna í London eða eiginlega á Englandi öllu og nú sérstaklega nýverið vegna þess að Chelsea liðið er allt að koma til og á hann stóran þátt í því. Málið er bara það að liðið þurfti tíma til að þroskast og vaxa saman og er allavega grunnurinn kominn. Að vera endalaust að kaupa leikmenn er bara kjaftæði vegna þess leikmennirnir ná aldrei saman almennilega, en þetta er allt að smella hjá Chelsea núna. En Cudicini hefur líka átt stóran þátt í þessari velgengi uppá síðkastið og að mínu mati er hann einn af þeim bestu í deildinni núna. En eins og ég segi´þá eru Chelsea ennþá á sigurbraut eftir að hafa unnið Newcastle á heimavelli 3-1 eftir að hafa lent undir og sýnir þetta að það er kominn góður karakter í liðið og Eiður, Gronkjær og poyet að spila feikilega vel saman þarna fremst.
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian