Hvað er eiginlega að gerast hjá púllurunum. Jafntefli gegn Man. City er nú fyrir neðan allar hellur. Houllier var búinn að tala um það hvað það væri skrýtið að Liverpool spilaði betur gegn liðum sem ofar væru í deildinni en á móti liðum sem neðar væru. Það kom nú á daginn í gær. Houllier reyndi nú að bera sig vel og sagði að gott væri að ná stigi á útivelli á móti liði sem væri að berjast fyrir lífi sínu í deildinni, en lið eins og Liverpool á nú að gera betur á móti liði eins og Man. City. (og Boro) En vandræðin á útivelli eru nú allt annar handleggur, LFC er t.d. með -1 markahlutfall á útivelli og 1 stig á meðaltali í leik á útivelli. Vegna þessa er maður ekki alveg rólegur með úrslitaleikinn í bikarnum á móti Birmingham sem er spilaður á Millennium Stadium þann 25. febrúar. Að vísu hefur LFC gengið vel í bikarnum og aðeins tapað 1 leik, á móti Crystal Palace (á útivelli auðvitað), en þeir snýttu þeim auðvitað í seinni leiknum á heimavelli. En góðar fréttir eru auðvitað að Fowler er á réttri leið og spilaði vel á móti City, skapaði góð færi fyrir Heskey Beikon og skoraði nærri því sjálfur. Houllier var mjög ánægður með hann, en það er spurning af hverju hann setti hann ekki inn á fyrr en á 60.mín. vegna þess að hann hefur verið að spila eins og engill í síðustu leikjum.

S J T MÖRK SAMT. MÖRK/LEIK STIG/LEIK STIG
HEIMALEIKIR 12 9 2 1 25 - 8 17 2.08 0.66 2.41 29
ÚTILEIKIR 12 3 3 6 18 - 19 -1 1.50 1.58 1.00 12 HEILDARLEIKIR 24 12 5 7 43 - 27 16 1.79 1.12 1.70 41