Nú þegar Ronaldinho hefur nýlokið við að skrifa undir samning við Barcelona er ekki úr vegi að líta á sögu þessa 23ja ára Brassa.



Það var bróðirinn Roberto sem vakti áhuga Ronaldinho á knattspyrnu og skráði drenginn í Gremio aðeins sjö ára gamlann, liðið er staðsett stutt frá heimili fjölskyldunnar og því ekki óeðlilegt að félagið yrði fyrir valinu. Roberto hafði einnig leikið með klúbbnum í nokkur ár og var stjarna innan liðsins. Bróðirinn hefur verið forráðamaður leikmannsins frá því að faðir þeirra lést þegar Ronaldinho var barn að aldri.

Allt tíð hefur Ronnie verið stjarna í boltanum, hann vakti fyrst athygli þegar hann spilaði með undir 17 ára liði Brasilíu í heimsmeistarakeppni þessa aldursflokks í Egyptalandi. Á mótinu vakti hann athygli fyrir leiðtogahæfileika, frábæra tækni, mikinn hraða og leikskilning. Þetta varð meðal til þess að Brasilía vann mótið og Ronaldinho valinn maður mótsins.

“Miðjumaður með hjarta sóknarmanns” var lýsingin á Brassanum sem útskýrir það að hann hefur aldrei skora mikið af mörkum heldur verið meira í að skapa fyrir aðra. Undirritaður man til dæmis vel eftir markinu sem hann “skapaði” gegn Englendingum á HM2002 er hann fékk fjóra leikmenn í sig áður en hann gaf boltann á félaga sinn sem skoraði.

Tveimur árum seinna fékk Ronaldinho þá 19 ára sinn fyrsta séns með Gremio sem hann nýtti vel og skoraði 6 mörk í 19 leikjum í kjölfarið var hann valinn í landsliði í fyrsta skipti. Þann 26. júni spilaði drengur gegn Litháum í þrjú-núll sigri síðan hefur hann spilað 39 leiki og skorað 13 mörk. Það var á Copa-America sem Ronaldinho stimplaði sig inn sem landsliðsmann og var fékk þann djöful að draga sem var að vera efnilegasti leikmaður Brasilíu frá því að Pele spilaði á HM1958.

En allt er í heiminum hverfult og að því komst Ronaldinho þegar hann fór á Ólympíuleikana í Sydney þar sem allir bjuggust við sigri þeirra gulklæddu. En Brassarnir duttu út eftir tap í fjórðungsúrslitum gegn þáverandi Ólympíumeisturum Kamerún.

Eftir þessi vonbrigði var Ronnie harðákveðinn að fara til Evrópu og komst hann á endanum til París Saint German 2001. Á fyrsta tímabilinu náði hann vel saman með Mikael Arteta sem var í láni hjá klúbbnum frá Barcelona og skoraði hann níu mörk í 29 leikjum.

Hæfileikar Ronaldinho voru svo endanlega staðfestir þegar Scolari valdi hann í landsliðshóp Brasílíu fyrir HM2002 þar sem hann varð hluti R-anna þriggja Ronaldinho, Ronaldo og Rivaldo. Hinn brosmildi Brassi átti sinn besta leik gegn Englendingum þar sem hann skapaði annað markið en skoraði hitt og var svo reyndar rekinn útaf á furðulegan hátt á 57. mínútu. Markið sem leikmaðurinn skoraði var eitt það eftirminnilegasta sem sést hefur!!! Með aukaspyrnu utan af velli sem allir héldu að væri sending inní teig en boltinn byrjaði bara ekki að beygja heldur hélt áfram upp í skeytin, yfir David Seaman.

Á síðasta tímabili átti Ronaldinho í erjum við þjálfara Parísar-liðsins Luis Fernandez og þurfti oft á tíðum að sitja á bekknum undir lokin var ljóst að leikmaðurinn ætlaði sér að komst frá klúbbnum. Sú saga hefur nú loksins tekið enda þegar leikmaðrinn skrifaði undir hjá… Barcelona
Stjórnandi á