Eins og flestir vita var Chelsea keypt af rússneska milljónamæringnum Roman Abramovich og hefur Chelsea varla hætt að bjóða í leikmenn eftir það og hafa þeir nú landað Damien Duff og spurning er um Geremi, annars hafa þeir gert risatilboð í menn eins og Nesta og Davids en báðum tilboðum hefur verið hafnað.
Rúmum tveimur vikum seinna var ónefndur milljónamæringur frá Venesúela sem sagður hafa verið fyrrum FIFA-dómari sagður hafa boðið í Aston Villa og vill hann fá 29,9% í félaginu sem mun gera hann stærsta eiganda félagsins og sagt er að þessi milljónamæringur hafi boðið í Chelsea en Abramovich var fyrri til. En í stað þess þá bíður hann í Aston Villa og vill hann gera þá að stórveldi líkt og Abramovich mun væntanlega gera með Chelsea.

Ef horft er til framtíðar og eins og þróunin á sér stað nú í dag í knattspyrnuheiminum þá munu milljónamæringjarnir koma hver á eftir öðrum og taka yfir helstu knattspyrnuliðum heims.

Með komu þessara milljónamæringja er gott fyrir sum lið í fyrstu peningalega séð eins og t.d. með Real Madrid og Chelsea en svo þegar þeir fara að streyma inn með sýna frábæru peninga og allir verða ánægðir í félaginu, dansa á götum úti (smá hattrick grín) og allir halda að þeir muni fá alla bestu leikmenn heims (eins og Chelsea hélt) þá munu þeir iðrast þess þegar þeir munu sjá leikmannamarkaðinn falla eins og spilaborg og allt fer til f**nd**s.

Í raununni þá eru flestir þessara milljónamæringja bara eitthverjar bullur sem hafa ekkert vit á öðru en viðskiptum og peningum.

Með þessari grein vill ég sýna það hvert knattspyrnuheimurinn gæti farið með árunum og er ég persónulega á móti því!!!