Það er ákaflega ólíklegt að eitthvað lið lið eigi eftir að ná Man. Utd. að stigum. Þeir eiga 15 stig á Arsenal og ekki sé ég það gerast að þeir nái toppliðinu vegna lélegs árangurs á útivöllum í vetur. Það á reyndar líka við um Liverpool, sem annars er með flottan hóp og ætti að geta gert betur!
Snýst enska deildin ekki bara um það núna hverjir komast í evrópukeppni og hverjir falla? Eða hvað finnst ykkur?
Ég tel líklegast að Arsenal og Liverpool nái hinum tveim meistaradeildar sætunum og Chelsea og Sunderland verði þar á eftir, þó ég voni að Leeds nái sér á strik og fari uppfyrir öll þessi lið, ég sé það bara ekki gerast.
Er einhver þarna úti sem hefur trú á að Man. Utd fatist flugið og hvað halda menn að gerist? Er ekki annars öruggt að Bradford og Man. City falli en hverjir ætli fari niður með þeim? Ég held að það verði Coventry og sé ég ekki eftir neinu af þessum liðum þó ég vildi frekar sjá Aston Villa og Tottenham falla, en það gerist varla.