Það virðist nú nær öruggt að undrabarnið hjá Bari, Antonio Cassano, ætli að ganga til liðs við Juventus næsta sumar (lucky bastards). Hvað þýðir það fyrir Allessandro Del Piero? Eitt sinn var hann óskabarn Delle Alpi en hefur nú ekki verið á skotskónum síðan á öldinni sem leið. Juventus hafa aldrei verið ragir við að losa sig við stjörnur til að yngja upp og kannski er röðin bara komin að Alex, sem er þó fráleitt farinn að eldast.
Hvað finnst Juve-aðdáendum um þetta?! Yrði hann seldur ímynda ég mér að þeim liði eins og mér liði ef Paolo Maldini yrði seldur frá Milan…eða kannski er þeim bara sama? Fótbolti er jú bara að verða bissnessgrein, því er nú verr og miður.