Mario Jardel, brassastrikerinn snjalli hjá Galatasaray, er mögulega á leið til einhvers af stóru liðunum í ítölsku úrvalsdeildinni. Ljóst er að hann er á leið frá Gala þar sem þeir hafa ekki greitt honum laun síðustu fjóra mánuði. Nú er hins vegar orðið ólíklegt að hann snúi aftur til Benfica þar sem hann er eitthvað uppá kant við ráðamenn klúbbsins. Parma hafa sett sig í stellingar til að bjóða í Jardel enda vantar þá tilfinnanlega markaskorara. Milan hafa líka lýst yfir áhuga þar sem þeir vilja ólmir finna snöggan sóknarpartner fyrir Shevchenko.
Svo gæti þó eins farið að Jardel fari til Spánar þar sem þrír stærstu klúbbarnir, Barcelona, Valencia og Real Madrid, hafa allir spurst fyrir um hann. Já, það er gott að geta valið!