Það var nú ekki glæsilegt veður til að leika knattspyrnu.Ekki voru það margir áhorfendur sem lögðu leið sína á völlinn, það má eflaust rekja til veðursins.
10. mín. Ólafur Örn tók aukaspyrnu frá miðlínu og sendi háan bolta inn á vítateig Skagamanna. Óli Stefán fór upp í boltann ásamt varnarmanni Skagamanna en náði ekki að snerta boltann sem skoppaði einu sinni og stefndi ofarlega í hægra hornið. Grindvíkingar fögnuðu Óla fyrirliða innilega. Hann hefur eflaust ekki skorað jafn skrautlegt mark á ferlinum.Markvörður Skagamann kastaði sér á eftir boltanum en náði aðeins að slá hann inn. 1-0 fyrir Grindavík!!!
Skagamenn sóttu nokkuð í sig veðrið og náðu oft á tíðum að leika vel á milli sín. Þrátt fyrir það náðu þeir ekki að finna glufu á vörn Grindvíkinga.
Á 30 mínútu fengu Grindvíkingar hornspyrnu sem sigldi gegnum mannmergðina á markteignum. Ólafur Örn fylgdi eftir boltanum og náði honum við hliðarlínuna hinum meginn. Hann lék knettinum aðeins til baka og sendi síðan aftur fyrir markið. Eftir fum og fát leikmanna beggja liða barst hann að vítapunkti þar sem Ray var staðsettur. Hann spyrnti föstum bolta efst í vinstra markhornið. Óverjandi fyrir Þórð markvörð. 2-0!!!!!!
Á 41. mínútu náðu Skagamenn fyrirgjöf á markteig Grindvíkinga þar sem Stefán Þórðarson náði að fleyta boltanum inn í markið. Grindvíkingar voru ekki á eitt sáttir þar sem þeir töldu einn sóknarmann Skagamanna vera rangstæðan. 2-1!!! Alfreð fer meiddur af leikvelli og Eysteinn kemur í hans stað. Óli Stefán færir sig fram í stöðu Alfreðs. Staðan 1-0 í hálfleik.
Skagamenn hófu síðari hálfleikinn staðráðnir í að jafna og sóttu oft hart að marki Grindvíkinga en vörn heimamanna stóð nokkuð traust.
Á 65. mínútu fengu Grindvíkingar hornspyrnu. Boltinn barst að markteig þar sem Guðmundur Andri fékk boltann. Hann átti hörkuskalla að marki og boltinn fór inn fyrir línuna þrátt fyrir tilburði varnarmanns sem stóð á marklínunni. 3-1!!!
Aðeins fimm mínútum síðar náðu Skagamenn að minnka enn og aftur muninn. Enn og aftur eftir hornspyrnu!!! Boltinn barst fyrir markið að Ólafi Erni sem hreinsaði frá marki. Hreinsunin tókst ekki betur en svo að boltinn féll fyrir Grétar Rafn sem stóð á vítateigslínunni. Hann skaut föstum bolta í fjær hornið. Óverjandi fyrir Óla Gott í markinu. 3-2!!!!
Það sem eftir liðfði leiks skiptust liðin á að sækja en allt kom fyrir ekki. Grindvíkingar sigruðu 3-2 og þriðja sætið staðreynd!!! Það má hrósa báðum liðum fyrir að reyna að spila knattspyrnu í veðri sem ekki var boðlegt. Grindvíkingar hafa heldur betur snúið bökum saman og klifið upp töfluna. Þeir eru svo sannarlega vel að sigrinum komnir og geta glaðst yfir árangrinum í undanförnum leikjum. Vonandi hafa þeir öðlast tiltrú á sjálfa sig og getuna til þess að sækja að titilinum í ár.
Byrjunarlið Grindavíkur: Ólafur Gott, Ólafur Örn, Sinisa Kekic,
Mörk Grindavíkur skoruðu Ray 1, Ólafur Örn 1 og Guðmundur Andri 1