Skjótt skipast veður í lofti og skyndilega eru Grindvíkingar komnir upp í 3.sæti Landsbankadeildarinnar. Í kvöld vann liðið þriðja leik sinn í röð þegar þeir lögðu ÍA 3-2 á heimavelli.

Ólafur Örn Bjarnason kom Grindavík yfir í leiknum með skondnu marki úr aukaspyrnu af löngu færi. Ray Anthony Jónsson skoraði svo annað mark heimamanna en Stefán Þórðarsson minnkaði muninn í 2-1 fyrir hálfleik með skalla. Á 65.mínútu skoraði Guðmundur Bjarnason 3-1 fyrir Grindavík en lokatölurnar 3-2 eftir að Grétar Rafn Steinsson minnkaði muninn á 70.mínútu en lengra komust Skagamenn ekki.

Eftir þennan leik sitja Grindvíkingar í þriðja sætinu með 12 stig, fjórum stigum á eftir Fylki sem situr á toppnum. ÍA er í sjötta sæti með tíu stig. Öll liðin í deildinni hafa leikið 8 leiki nema botnliðin Fram og KA sem leikið hafa 7.

Á morgun hefst 9.umferð þegar KR og FH mætast, á miðvikudaginn er það Þróttur og Fram á Laugardalsvellinum en svo verða þrír leikir á fimmtudaginn
Stjórnandi á