Nú eru réttarhöldin yfir Woodgate og Bowyer loksins byrjuð. Hvernig sem á því stendur, þá veit maður nákvæmlega ekki neitt um hvernig þetta kom til, þ.e. að þeir buffuðu gaurinn. Þetta var blásið ægilega upp á sínum tíma að sá sem þeir lömdu hafi verið af asískum ættum, en ekkert sagt um hvort það hefði verið ástæðan fyrir því eða ekki. Einnig er lítið búið að tala um hversu mikið þeir lömdu hann, en hann virðist allavega ekki hafa verið lengi undir læknishendi.

Einhvernegin læðist að manni sá grunur að þetta sé stormur í vatnsglasi. Menn sem vinna við það að láta 40.000 manns öskra á sig, og standa sig nokkuð vel í þeirri vinnu, eru ekki mjög líklegir til að allt í einu snappa við smá ögrun og berja einhvern Jóa asíska, bara út af því að hann er þaðan.

Vonandi fyrir þá að það komi út úr þessu að þetta hafi einfaldlega verið barslagsmál, sem allir geta lent í undir ákveðnum kringumstæðum. Aldrei að vita nema Svíinn fá áhuga á þeim.