Á blaðamannafundinum þar sem David Beckham var kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid kom það í ljós að Beckham mun spila í treyju númer 23 í liði Real Madrid.
Ferill Beckhams:

1975: Fæddist í Leytonstone 2. maí
1989: Skrifaði undir samning hjá Manchester United 2. maí
1992: Lék sinn fyrsta leik með Manchester United gegn Brighton í enska deildarbikarnum 23. september
1995: Var lánaður til Preston í febrúar þar sem hann skoraði 2 mörk í 5 leikjum
1996: Var í liði Manchester United sem sigraði bæði í deild og bikar
1996: Skoraði svakalegasta mark tímabilsins í fyrsta leiknum gegn Wimbledon en markið gerði hann frá miðju
1996: Lék sinn fyrsta landsleik - England vann Moldavíu 3-0
1997: Vann deildina með Man Utd og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar
1998: Skoraði sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið - skoraði beint úr aukaspyrnu gegn Kólumbíu í landsleik í Lens í Frakklandi 26. júní
1998: Var rekinn af velli í leik Englands og Argentínu á HM í Frakklandi
2000: Vann enska meistaratitilinn í fjórða sinn með Man Utd
2001: Sven Goran Eriksson gerir David Beckham að fyrirliða enska landsliðsins - Fyrsti leikur Beckham var vináttuleikur gegn Spánverjum á Villa Park
2001: Valinn íþróttapersóna ársins hjá BBV í desember
2002: Pedro Duscher tæklar David Beckham svakalega í leik Man Utd og Deportivo La Coruna í Meistaradeild Evrópu en hann nær að jafna sig fyrir HM
2002: David Beckham leiðir enska landsliðið á HM í Japan og Suður-Kóreu
2002: Skorar sigurmarkið gegn Argentínumönnum úr vítaspyrnu á HM
2003: Fær skó í andlitið frá Alex Ferguson eftir tap Man Utd gegn Arsenal í bikarnum
2003: Stjórn Man Utd viðurkennir það í byrjun júní að félög á Spáni og á Ítalíu vilji kaupa Beckham
2003: Man Utd samþyykir boð frá Joan Laporta í David Beckham 10. júní
2003: Heiðraður af drottningunni 14. júní fyrir framlag sitt í fótboltanum
2003: Man Utd samþykkir tilboð frá Real Madrid 17. júní upp á 25 miljónir punda
2003: Kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid 2. júlí

Kveðja kristinn18