Það er alltaf svolítið broslegt að heyra ummæli kanttspynustjóranna eftir tapleiki. Margir eru reiðir við dómarana, eða “of margir leikir undan farið og því leikmennirnir þreittir”, “margir meiddir” o.s.fr. Mjög fáir segja að það sé einfaldlega út af því að hitt liðið hafi einfaldlega verið betra.

En konungur afsakanana hlýtur þó að teljast Sir Alex. Eftir leikin á móti West Ham, sem þeir töpuðu, var ástæðan augljós. Völlurinn var svo lélegur!!!

Það var nefnilega spilaður rugby leikur á Old Trafford nokkrum dögum fyrir leikinn á móti West Ham, og því var völlurinn ómögulegur fyrir leikmenn Man Undirnæted. Einnig var ósigurinn mikið til því að kenna að dómarinn bætti ekki nema 4 mínútum við venjulegan leiktíma, og það segir sig sjálft að það er erfitt að skora á einungis 4 mínútum???

Ég geri mér grein fyrir því sem yfirlýstur poolari að Ferguson er ekki sá eini. Bill Shankley, frv. stjóri Liverpool er líklega sá maður sem fann þetta upp. Hjá honum var þetta eins og hjá Ferguson. Það var alltaf einhverju öðru að kenna en leikmönnum Liverpool að kenna ef þeir töpuðu.

Og þetta virkar. Leikmenna trúa því, og sjálfstraustið bíður kannski ekki alveg jafn mikla hnekki við tapleik. En common… Völlurinn lélegur…og ekki nóg extra time… Það verður nú að vera einhver brú í þessu ef einhver á að trúa þessu.

Og svo að Man-menn svari ekki þessari grein með þessu venjulega “ManU rúlar” og “ManU eru efstir í deildinni” bla bla bla, þá hef ég þetta að segja: Þið áttuð að vinna þennan leik, þið voruð betri, en þið töpuðuð út af ykkur sjálfum… og engu öðru…