Þetta kemur kannski ekki enska boltanum beint við en það er ekkert áhugamál um fótbolta almennt(ætti kannski að athuga með það) svo ég sendi þetta bara hérna inn..

Margir hafa velt fyrir sér ýmsum spurningum um real madrid upp á síðkastið, og ég ætla mér að útskýra þær með aðeins meiri dýpt en ég hef séð hérna :P

1) Ástæðan fyrir því að Del Bosque var látinn fara þrátt fyrir að hafa unnið titilinn og komist langt í evrópukeppni meistaraliða..

Long story: Það er(var) svona hálfgerð mafía innan spænsku landsliðsmannanna í real madrid(guti, raul, hierro). Þeir vilja stjórna eins miklu og þeir geta.
Eftir sigurleikinn í deildinni þá áttu þeir að hlaupa tvo sigurhringi, en í stað þess fóru þeir bara einn, til að mótmæla kaupunum á beckham. Þetta var ákveðið af fyrirliðanum(hierro).
Stjórnarformaður liðsins fór niður í búningsklefa og sagði þeim að fara út á völlinn aftur en þeir neituðu.
Eftir sigur í Liga er venjan að leikmennirnir fari að einhverri stíflu og hengji trefla niður af stíflunni. Í ár var lögreglan búin að banna þetta af öryggisástæðum, þegar Raul var stoppaður af lögreglunni sagði hann að hann væri raul og hann vildi fá að tala við borgarstjórann því að liðið mundi ekki mæta í ráðhúsið daginn eftir til að halda upp á eins og venja er.

Del Bosque var sem sagt nokkurn vegin búin að missa tökin á liðinu, og þessi “mafía” var farinn að taka völdin af honum. Þessvegna ákvað stjórnin að láta hann fara og endurnýja ekki saminginn við hierro eins og áætlað var. Einnig er áætlað að selja Guti.

2) “Af hverju að kaupa Beckham?? hann er ekkert það góðurr!!!”

Long story short: Markaðssetning.

Eins og þið vitið flest þá snýst fótbolti að stórum hluta um peninga. Beckham er mjög vinsæll í asíu(RISASTÓR nánast tómur markaður fyrir búninga/varningssölu). Einnig er hann einn þekktasti knattspyrnumaður í heimi vegna þess hversu mikið hann er í fjölmiðlum, ekkert endilega út af hæfileikum hans.
Hann mun eflaust borga sig upp í kaupverði einhverntíman held ég, og í leiðinni mun hann eflaust fá marga nýja áhangendur fyrir real madrid.

3) Hvaða noname voru þeir að ráða sem þjálfara?
Aðstoðarþjálfari Man Utd. Hann “uppgvötaði” meðal annars Figo þegar hann var landsliðsþjálfari U21 liðs portúgals.
Einnig er talið að ráða hann muni það verða mikið léttara fyrir Beckham að aðlaga sig..
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”