Lazio bjargað frá gjaldþroti. Það er búið að bjarga Lazio frá því að verða gjaldþrota með því að finna 73miljón pund til að setja í liðið frá ýmsum bönkum. Mestu hluti af þessum peningum verður notaður til að hreinsa skuldir en Mancini fær 10 miljónir punda til að eyða í leikmenn en sú upphæð gæti hækkað því nokkrir fjárfestar eru að reyna að kaupa hlutabréf í Lazio og er Cragnotti að selja sín 14%. Nýju fjárfestarnir eru þeir kunnu Vittorio Merloni, Salvatore Ligresti og Stefano Ricucci sem ég hef reyndar ekki hugmynd um hverjir eru.
Vonandi nær Lazio að byggja upp gott lið sem getur reynt að skákka Norður-ítalíu liðunum 3.
Lazio hefur líka keypt 2 leikmenn af Udinese en þeir eru framherjinn Pizarro(Juve var líka á höttunum eftir honum) og Daninn Martin Jorgensen. Liverani og Lucas Castroman fari til Udine + 8 miljónir evra.