Það eru ekki bara leikmenn sem eru með voldugar launakröfur nú til dags. Fabio Capello, þjálfari Roma, hefur sett Franco Sensi, forseta félagsins, tvíþætt skilyrði fyrir að framlengja samning sinn. Í fyrsta lagi fer hann fram á árslaun upp á $3 milljónir, og að auki vill hann fá keypt fyrir sig hús í dýrasta lúxushverfi Rómar, Aventino. Sé Sensi ekki tilbúinn að fallast á þessar kröfur eru tveir aðrir félagaforsetar eflaust tilbúnir til að semja við Capello. Silvio Berlusconi hjá Milan og Joan Gaspart hjá Barcelona hafa báðir lýst yfir áhuga á að fá Capello sem þjálfara í sumar, svo Fabio hefur ágætis bargaining power þar - fyrir utan það að maðurinn er auðvitað staðfestur snillingur…