Er ég eina um það eða er David Beckham ofmetinn? Ég hef persónulega ekkert á móti honum, góður knattspyrnumaður en kommon, bestur? Það tala allir þannig. Núna, útaf þessum félagskiptum hans til Real Madrid kemst ekkert annað í fréttirnar. Gerard Houllier gæti fengið hjartaáfall og enginn tæki eftir því! ;* Þetta er nú einum of sko!

Svo verð ég líka aðeins að gagnrýna þessi laun hans og bara knattspyrnumanna almennt. Hvernig stendur á þessu? Þetta er sorglegt, öll knattspyrnufélögin eru á hausnum meðan þessir millar taka við fleiri og fleiri milljónum á viku. Ég meina, eru Beckham og þessir gaurar ekki komnir með nóg? Dugir þetta ekki bara fyrir alla ævina? Eins og ég sagði fyrr þá eru mörg félög sem eiga í fjárhagslegum vandræðum og hafa fullt af fólki í sjálfboðavinnu sem að selja klósettpappír og annað álíka. Þetta er bara kjaftæði. Beckham er góður í fótbolta og á alveg góð laun skilið en þetta er einum of. Og fyrir þessa ferð sína til Japans fékk hann jafn mikið og hann fær á einu ári hjá Man Utd. Skemmtilegt!

Ég spurði einn kunningja minn um daginn hvaða lið hann héldi að væri sigurstranglegast í ensku deildinni. Svar hans hljóðaði svo: Jah, fyrst að Manchester eru farnir til Real Madrid þá held ég að þetta verði barátta milli Arsenal og Liverpool. WTF?

David Beckham er Manchester United.
Manchester United er David Beckham.


Skiljiði mig?