Nakata vill spila á Brúnni! Miðjumaður Parma Hidetoshi Nakata er alveg til í að spreyta sig á Stamford Brigde, ef að Chelsea hefur þá áhuga á að kaupa hann.

Þessi 26 ára Japani hefur ekki verið að finna sig með Parma og því er stjórn klúbbsins alveg til í að láta hann fara. Þegar hann var spurður í nýlegu viðtali hvort hann gæti hugsað sér til hreyfingar þá sagði hann: „Chelsea er gott lið sem ég gæti vel hugsað mér að spila fyrir. En ég reyni að hugsa ekki of mikið um það vegna þess að það gæti komið niður á frammistöðu minni með landsliðinu og það er í fyrirrúmi."

Einnig hefur heyrst að Bayern München væri til í að tryggja sér þjónustu Japanans.

Hann er núna að keppa með Japanska landsliðinu í Álfukeppninni eða Confederations Cup.

Hvað segja Chelsea menn við þessu…

Er Nakata rétti maðurinn á Brúna eða er Jóhannes Karl betri kostur??