Það var mikið að Milan drifu sig í að massa aðeins upp vörnina hjá sér. Hin kærkomna viðbót er Georgíumaðurinn Kakha Kaladze sem keyptur var frá Dynamo Kyiv. Það var ekki seinna vænna en að gera eitthvað í þessu - markahlutfallið hjá Milan er hreint ekki nógu gott eins og er; 25 skoruð á móti 23 fengin á sig. Þetta hlutfall er 28/12 hjá Roma, 24/13 hjá Juve og 26/17 hjá Lazio svo það er ljóst að aðgerða var þörf í vörninni hjá Milan ætli þeir sér að halda í við þessi lið (og fara fram úr þeim með vorinu…).