Andy Cole, hinn frábæri framherji Manchester United hefur sagt í fréttaviðtölum að hann íhugi að hætta að leika með enska Landsliðinu í knattspyrnu. Hann sagði: “Erikson hugsar til framtíðarinnar, og því veit ég að mínir möguleikar minnka. Á mínum aldri verður maður að gefa þessum ungu strákum möguleika. Ég veit af áformum Eriksons og ætla ekki að láta það trufla mig verði ég ekki í hópnum.”
Andy Cole er allur að koma til eftir að hafa verið hátt í tvo mánuði frá. Hann hefur verið fyrsti kostur enskra síðan Keegan sagði upp og fara menn að spyrja sig hvort Erikson, sem virðist ætla að taka aðeins unga menn og umbylta enska landsliðinu, sjái sér fært að taka gullmola eins og Andy Cole, sem hefur allt gott nema aldurinn :)
Þó verð ég að segja að 29 ár er ekki það hár aldur fyrir landsliðs mann. Það kæmi mér á óvart ef hann yrði ekki valinn!