Jæja þá held ég að maður geti verið ánægður með sína menn. 5-0 sigur á Crystal Palace í gærkvöldi er sweeeeeeet. Og við komnir áfram og förum til Cardiff og mætum þar Ipswich eða Birmingham. Það væri nú gaman að fá Ipswich svo hægt sé að hefna sín smá:) En já leikurinn í gærkvöldi. Smicer skoraði á 13 mínútu, Danny Murphy með glæsiælegt mark á 16 mínútu, Biscan skoraði á 18 mínútu og svo Murphy aftur á 51 mínútu (hann er helv. góður hann Murphy) og svo það sem mér finnst best af öllu, Fowler skoraði…man hann átti það skilið, vona bara að hann skori meira og meira og meira…
Allavega góður dagur fyrir Poolara og gæsahúð í leikslok þegar þeir stóðu og sungu “You'll never walk alone”. Þetta verður rosaleg fótboltahelgi, endalaust mikið af leikjum í gangi og nefni ég bara einn þeirra Liverpool - Leeds….úfff þetta verður spennandi.
Já og svona að skjóta því inní þó það eigi ekki heima hér…..Ameríski Fótboltinn á sunnudagskvödið, Baltimor Ravens á móti New York Giants, þetta verður spennandi leikur, mikil varnarlið að eigast við.
Áfram Liverpool:)