Nú eru aðeins 3 leikir eftir hjá íslenska landsliðinu og á það góða möguleika á að komast á EM í Portúgal 2004. Þessir 3 leikir skipta gríðarlegu máli fyir íslenska liðið en þeir eru eins og allir vita á móti Færeyingum og Þjóðverjum(x2).

Mitt álit á íslenska landsliðinu er að við þurfum stöðugleika, ekki getur Eiður Smári klárað leiki upp á eigin spítur. Það var frábært á fá Guðna inn í hópnn aftur en þar sem útileikurinn á móti Litháum var hans síðasti landsleikur þá finnst mér aðeins einn maður koma til greina til þess að taka hans stöðu. Það er Eyjólfur Sverrisson. Hann er bara þvi miður búinn að segja að hann sé búinn að leika sinn síðasta landsleik.
Ef Ásgeir Sigurvinsson mundi taka af skarið og biðja þá báða um að klára undankeppnina fyrir EM 2004. Þá værum við með hörku góða vörn og ættum góða möguleika á að vinna Þjóðverja hérna heima og ná hagstæðum úrslitum úti í Þýskalandi. Með Guðna og Eyjólf saman í vörn findist mér nú bara formsatriði að klára Færeyingana í Færeyjum.

Svona mund ég alveg eins vilja ´sjá íslenska landsliðið:

————————— Árni Gautur ———————–
Lárus Orri/Auðunn—– Guðni ——– Eyjólfur —— Hermann–
—– Þórður —– Jóhannes Karl —- Rúnar —Tryggvi/?—
—————-Eiður Smári——-Helgi/Heiðar/ Tryggi

ÉG set Tryggva á vinstri kant af þvi að ég vil alls ekki sjá Indriða Sigurðsson i þessu liði og ekki man ég í augnablikinu eftir vinstri kanti, Brynjar Björn gæti einnig verið inná miðjunni og Pétur Hafliði í miðverði en þetta er bara ein hugmynd af mörgum. Það væri frábært ef Guðni og Eyjólfur mundu vilja spila fyrir landsliðið i undankeppni EM í Portúgal 2004.

Endilega komiði með ykkar skoðanir og segið frá þvi hvernig þið viljið að íslenska landsliðið verði í leikjunum á móti Færeyingum og Þjóðverjum. Hver veit nema að ef við komumst á EM í Portúgal 2004.

Kv. Nonnibenni