Já. Endalaust er hægt að tala um þetta stórkostlega lið :) Mikið er búið að tala um hvort liðið hafi verið betra. Utd eða Arsenal. Nú er ég búinn að vera eitilharður Utd stuðningsmaður síðan í barnæsku, engu síður þá get ég ávallt hrósað andstæðingum fyrir vel unnin verk. Þegar á öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara íþrótt :)

Margir Arsenal menn, bæði leikmenn og stuðningsmenn hafa haldið því fram að Arsenal hafi verið betra liðið á síðasta tímabili. Ég get alveg tekið ofan af fyrir Arsenal liðinu, þeir voru eitt lang skemmtilegasta liðið á liðnu tímabili, spiluðu alveg blússandi sóknarbolta og held ég að öll lið hafi hræðst sóknargetu þeirra. En engu að síður þá er ekki spurning um að Utd var betra liðið. finnst mér það aðallega vera af því að þegar á hólminn var komið þá gerðu þeir sem þurfti að gera. Arsenal hins vegar fór að misstíga sig þegar pressan fór að segja til sín.
Sumir Arsenal menn hafa verið duglegir við það að kvarta undan því að á lokasprettinum hafi meiðsl verið að hrjá liðið. Finnst mér það ekki vera afsökun. Ef liðið getur ekki spilað sig út úr slíkum vandamálum þá á það ekki skilið að verða meistari, ósköp einfalt. Hvaða Utd stuðningsmaður getur tekið undir það með mér að við vorum allir að gera í buxurnar þegar meiðsl hjá Utd voru orðin slík að Fortune og Phil Neville voru orðnir fastamenn á miðjunni. Menn eins og Veron, Beckham, Keane, Ferdinand og butt meiddir á sama tíma. En utd hélt sér inni í báráttunni þrátt fyrir það. Tímabilið á Englandi er það langt og spilaðir það marigr leikir að liðið sem stendur uppi sem sigurvegari er pottþétt liðið sem á það skilið, er ekkert flóknara en það. Ég gat ekki annað en óskað Arsenal mönnum til hamingju þegarþeir unnu titilinn síðast þar sem að þeir voru einfaldlega langbestir þá. En ég vona að þeir getir brotið odd af oflæti sínu og óskað okkur til hamingju og farið að hlakka til átakanna á næsta tímabili.

Að leikmannapælingum. Mikið hefur verið skrifað undanfarið um hvort Beckham sé að fara og hver kemur inn. Ég persónulega myndi sjá mikið á eftir Beckham, mér finnst hann einn af okkar duglegustu mönnum og það getur enginn efast um hæfni hans í sendingum og aukaspyrnum. En er hann ómissandi? Nei alls ekki. Ole Gunnar Solskjær sýndi okkur það þegar hann komm inn í liðið í staðinn fyrir Beckham. Ferguson hefur oft sýnt okkur í gegnum tíðina að hann hikar ekki við að selja/losa sig við stórstjörnur: Yorke, Staam, Bosnich, Sheringham, Ince, Kanchelskis og fleiri. Það sem fer kannski mest í taugarnar á Ferguson er hin mikla fjölmiðla athygli sem er í kringum Becks, það gæti verið einn stærsti hlutinn í ákvörðuninni um hvort eigi að selja hann eður ei, vitum við öll að ekki þarf Utd á peningunum að halda ;)

En hvern myndi ég vilja fá inn í liðið? Ronaldinho held ég að væri snilld. Hann og Nistelroy frammi væri snilld. Ronaldinho teknískur og fljótur, tekru enginn jafn vel við boltanum með mann í bakinu og nistelroy og hvað hann þarf lítið pláss til að skjóta er alveg magnað. Ég held að ef Becks fer ekki þá þurfi ekkert á miðjuna. Ekki heldur í vörnina. Það sem Ferguson talaði um að hefði kostað okkur sigur í meistaradeildinni hefði verið reynsluleysi í vörninni. Í mínum huga er mesta snilldarlausnin fólgin í því að skella Keane í vörnina. Færð ekki mikið betri reynslu en það. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af Kewell og finnst að ekki ætti að kaupa Duff bara af því að hann átti eitt gott tímabil fyrir HM.
Ég held að það sé kominn tími til að selja Barthez. Ég hef mikið dálæti á honum sem leikmanni. Hann hélt okkur uppi í mörgum leikjum, en hann gerir stundum of mikil mistök á jafn mikilvægum augnablikum eins og í leiknum á móti Real á Old Trafford. Hann er of oft of framarlega í markinu og hann vrikar stundum dáldið klaufalegaur og óöruggur í úthlaupum í fyrirgjafir, held að Ríkarður Daðason geti vottað fyrir það :) Ég myndi vilja sjá Paul Robinson í markið.
Mitt draumabyrjunarlið fyrir næsta tímabil.
Robinson
O´Shea, Ferdinand, Keane, Silvestre
Beckham, Scholes, Veron, Giggs
Ronaldinho, Nistelroy

Takk fyrir og afsaka lengdina…komst í smá ham