Brasilíumaðurinn Cafu er búinn að skrifa undir 2 ára samning við AC Milan en hann hefur leikið með Roma síðustu sex ár. Samningur Cafu og Roma var útrunninn og því þurfti AC Milan ekki að borga neitt fyrir þennan ótrulega spræka 33 ára gamla varnarmann.

Cafu var reyndar búinn að skrifa undir samning við japanska félagið Yokohama Marinos en hann ákvað að hætta við það að fara til Japans vegna hræðslu við bráðalungnabólguna.

Cafu hefur spilað þrjá úrslitaleiki á HM með Brasilíumönnum en hann var í sigurliðinu 1994 og 2002. Hann var einnig í tapliði Brasilíu í Frakklandi 1998. Cafu hefur leikið 114 landsleiki fyrir Brasilíu.

Heimildir:sport.is

Kveðja kristinn18