Steve Finnan hægri bakvörður Fulham mun skrifa undir samning við Liverpool á mánudag. Þetta hefur nú svona legið í loftinu en nú er þetta komið á hreint. Finnan kemur til með að styrkja lið Liverpool til muna en Jaime Carragher var einn af akkilesarhælum liðsins á síðustu sparktíð. Kaupverðið er talið vera um 3,5 milljónir punda, sem að eru reyfarakaup!

Jimmy Floyd Hasselbaink hefur verið sagt að hann megi yfirgefa lið Chelsea án greiðslu. Hasselbaink sagði “Chelsea hafa sagt mér að ég sé dýr vegna launa minna. Þeir sögðu að ef ég geti fundið mér annað félag þá megi ég hætta. En þeir sögðu mér það að vísu líka í fyrra og ég er enn hér”* Það er ljóst að Chelsea tapa umtalsverðu á kauða því að hann kostaði liðið 15 milljónir punda á sínum tíma. Þetta gæti orðið til þess að Finninn Mikael Forssell fái fleiri tækifæri til að spreyta sig en hann var í láni hjá Gladbach undir lok síðasta tímabils. Gladbach hafa reyndar sagt að þeir vilji halda honum og hann vill vera fastamaður í liði Chelsea annars fari hann.

…og meira af Chelsea því að 5 leikmenn hafa verið leystir undan samningi við liðið þetta eru þeir Albert Ferrer, Ed de Goey (m), Robert Wolleaston, Rhys Evans (m) og Jody Morris. Í staðin fyrir Ed de Goey og Rhys Evans koma tveir aðrir markmenn það eru þeir Marco Ambrosio frá Chievo og Jurgen Macho. Þeir koma báðir án greiðslu, Macho frá Sunderland þar sem hann sýndi oft lipra spretti en var kominn út í kuldann og var þriðji markvörður, en Ambrosio frá Chievo þar sem hann stóð í skugganum á Christiano Lupatelli og lék aðeins fimm leiki á síðustu leiktíð.

Arsenal hafa ákveðið að endurnýja ekki samning Oleg Luzhny. Luzhny sem er 34. ára gamall varnarmaður vill helst vera áfram í London og eru Charlton sagðir hafa áhuga á að nýta sér krafta hans á næsta tímabili.

Þá eru Pourtsmouth búnir að kaupa Matthew Holland af Ipswich fyrir 750,000 pund. Þetta er nú talsvert minna en í desember því að þá buðu Aston Villa 4 milljónir í hann en þá vildi hann ekki fara. Pourtsmouth eru einnig búnir að tryggja sér þjónustu Patrik Berger fyrir næsta tímabil. Hann gæti styrkt liðið mikið ef hann nær sér á strik og verður laus við meiðsl.

Þetta er nóg í bili.

kveðja,
GummO