Þó svo að undirritaður sé mikill Juventus maður og erkifjendurnir séu AC Milan er ekki hægt annað en að gera grein um Franco Baresi þegar verið er að gera greinar um gamlar ítalskar kempur.

Franco Baresi eða “Stálmaðurinn” fæddist 8. maí 1960 í litlum bæ nálægt Brescia. 14 ára gamall fór hann til unglingaliðs Milan og leit hann ekki til baka eftir það. Baresi spilaði til ársins 1997 með Milan eða þar til hann lagði skóna á hilluna.

Frumraun sína með aðalliði Milan þreytti hann hins vegar 23. apríl 1977, nokkrum dögum fyrir 17 ára afmælisdaginn. Milan vann þann leik 2-1 gegn Verona á útivelli. Baresi var ekki þessi venjulegi miðvörður heldur lék hann oftast fyrir aftan miðverðina sem sweeper (nú er íslenska orðið fyrir sweeper dottið úr hausnum á mér). Þessa stöðu má segja að Stálmaðurinn hafi leikið betur en nokkur annar leikmaður enda er hann af mörgum talinn besti varnarmaður sem Ítalir hafa átt og það eru engir aukvissar sem koma frá Ítalíu. Nægir í því samhengi að nefna Maldini og Scirea.

Á ferli sínum náði hann að vinna:
6 Scudetto (ítalski meistaratitillinn): 79, 88, 92, 93, 94, og 96.
Meistaradeildina (þá hét það meistara bikarinn) 3 sinnum: 89, 90 og 94.
Besta lið evrópu 3 sinnum: 89, 90 og 94 (keppnin þar sem liðin sem unnu meistaradeildina og uefa cup mætast).
Ítalska bikarinn 4 sinnum: 88, 92, 93, 94.
Hann lék 444 leiki í efstu deild Ítalíu, Serie A, sem er met. Alla þessa leiki lék hann eins og áður segir með AC Milan og skoraði heil tólf mörk. Reyndar lék hann einnig í Serie B tvær leiktíðir og skoraði einhver mörk en upplýsingar um það er ég ekki með á takteinunum.
Landsleiki lék hann 81 og skoraði eitt mark. Hann vann HM 1982, lenti í örðu sæti á HM 1994 og þriðja á HM 1990.
Treyjan hans númer 6 er löngu orðinn heilög í Milan og er hún jafngildi treyju númer 23 hjá MJ í augum AC Milan aðdáenda.

Svo að lokum er ein skemmtilega staðreynd um Franco Baresi, hann reyndi að komast til Inter í upphafi ferilsins en þeir neituðu honum. Sennilega sjá þeir eftir því í dag.