Hvað er þetta eiginlega með hermenninga í rauða hernum. Það er eins og þeir geti einfaldlega ekki haldið mannskapnum án meiðsla. Ég grét í viku þegar Redknappp meiddist og viku í viðbót þegar Berger fór á móti Leeds. Vil reyndar halda því fram að red army hefði átt að vinna Leeds, og hefðum gert það ef Berger hefði ekki misstigið sig :-) þótt að vinir mínir sem hafa tekið Viduka í guðatölu eftir leikinn, séu kannski ekki sammála mér.

Núna er Owen frá. Hann er reyndar ekki búinn að vera heill í vetur, en ég þrá að fara að sjá hann spila eins og hann var að gera þegar hann var heill. Kannski út af því sem ég græt bara í tvo daga núna.

Og ekki brjálast og segja að það komi maður í mans stað. Ég þykist viss að Man menn séu nokkuð sammálað að það kemur enginn í stað Beckham eða Giggs, og Leedsarar að Kewell sé one of a kind.

Allavega. Liverpool er ekki að spila nógu stapillt núna, eins og leikirnir við Boro sanna. Við þurfum einfaldlega guðina okkar af hækjunum, og inn á völlinn. Þangað til held ég að leikur liðsins verði köflóttur.