Ítalskar kempur - Roberto Bettega Roberto Bettega fæddist 27. desember 1950 í Tórínó á Ítalíu. Bettega æfði fótbolti með unglingaliðum Juventus og fór einnig í fótboltaskóla á vegum Juventus. 19 ára gamall var hann lánaður til Serie B liðsins Varese og kynntist þar þjálfaranum Niels Liedholm sem átti eftir að gera garðinn frægan síðar meir. Á þeim tíma sagði Liedholm um Bettega að hann væri mikið efni sem væri sérstaklega sterkur í loftinu og jafnvígur á báða fætur, það eina sem vantaði væri reynslan.

Barónninn eins og Liedholm var oft kallaður hafði á réttu að standa og 13 mörk frá Bettega hjálpaði Varese að komast upp í efstu deild, Serie A. Frumraun sína hjá Juventus þreytti hann næstu leiktíð sem er þó helst minnst fyrir sviplegt fráfalli stjórans Armando Picci. Bettega skoraði þó sigurmarkið í sínum fyrsta leik og alls 13 mörk í 28 leikjum á leiktíðinni. Hann skaust þó fyrst upp á stjörnuhimininn leiktíðina á eftir þegar að hann skoraði 10 mörk í fjórtán leikjum og þar á meðal frægt mark með hælspyrnu á San Siro vellinum.

Ástæðan fyrir því að hann lék aðeins 14 leiki þá leiktíð var vegna lungnasjúkdóms sem herjaði á hann og eftir að hafa skorða mark gegn Fiorentina fór hann á hliðarlínuna þar sem hlúð var að honum og töldu margir að ferli Bettega væri lokið. Þeim skjátlaðist og Bettega steig aftur á völlinn 24. september það sama ár og þessa þriðju og náði í lok þeirrar leiktíðar að krækja í sinn annan Scudetto (ítalski meistaratitillinn). Þarna var Giovanni Trappatoni tekinn við sem knattspyrnustjóri Juventus og gerði hann þær breytingar helstar að Bettega var nú aðalframherjinn í liðinu.

Kallið í landsliðið kom svo árið 1975 og var Bernardini við stjórn þá en það var svo ekki fyrr en í tíð Bearzot að Bettega varð að fastamanni í liðinu og leiddi þá bláklæddu á HM 1978 í Argentínu. Hann hefði svo átt að taka þátt á HM 1982 ef ekki hefði komið til slæm meiðsli sem hann lenti í á móti Anderlecht. Hann lenti í samstuði við markvörð þeirra og liðbönd í hné sködduðust illa. Hann snéri þó aftur leiktíðina 1982/83 en skoraði aðeins átta mörk í 40 leikjum og lagði loks skóna á hilluna 25. maí 1983 eftir að hafa tapað úrslitaleik evrópukeppninnar á móti Hamborg.
Bettega snéri aftur til klúbbsins sem vara forseti og hefur gengt þeirri stöðu síðan.

Allt í allt lék hann 329 deildarleiki fyrir Juventust og skoraði í þeim 129 mörk. Bettega lék einnig 42 landsleiki og skoraði í þeim 19 sinnum. Hann vann Scudetto 7 sinnum, evrópukeppni félagsliða einu sinni og ítalska bikarinn tvisvar.


Hemildir:
Juventus.com
Juventuz.com
juvefc.com
ath. að mikið af þessu er þýtt beint en textanum er þó sums staðar breytt af undirrituðum

Snowle