Jæja… þá er farið fyrir Tony Adams eins og Schhmekkel. Hann er orðinn gamall. Hann segir að hann ætli núna að einbeita sér að Arsenal.

Þetta væri nú ekki svo gjörla merkileg frétt, nema fyrir þær sakir að nú er Erikson hinn sænski að taka við landsliðinu, og allir fyrirliðar að hætta (Shearer og Adams). Hann ætti því að hafa nokkuð góða afsökun (ástæðu) fyir því að velja nokkuð ungan fyrirliða, og þá kemur nafn Spice boy yfirleitt fyrst upp. Kannski er búið að skrifa nóg um þetta, hér á Huga sem og annarsstaðar, en þetta er nú bara nokk merkilegt mál að það er unaðslegt að velta sér upp úr þessu.

Mér þykir leitt að láta þetta frá mér, en ég bara sé ekki neinn annan fyrir mér nema kannski Gerrard, og hann er allt og ungur. En hins vegar ef Beckham hlustar á Figo og fer erlendis, sem ég hef reyndar enga trú á að hann geri, þá efast ég um að hann verði fyrirliði. Tjallarnir eru nú einusinni þannig að ég efast um að þeir sætti sig við fyrirliða sem spilar ekki á móðurjörðinni.