jæja já núna er þessu öllu lokið!!´Þar sem ég er nú Juve fan #1 þá ákvað ég að fara á Felix að horfa á leikinn. þetta byrjaði nú ágætlega þratt fyrir að AC væru miklu sterkari en juve mönnum tókst nú að komast aðeins inn í leikinn þegar leið á hálfleikinn, ég varð hinns vegar fyrir miklu vonbrigðum því að ég bjóst við að Juventus yrðu MIKLU sterkari en raun varð og voru reyndar hvorug liðin að spila vel þótt AC væru nu með yfirhöndina stóran hluta leiksinn.
í byrjun seinni hálfleiks áttu juve nú eitt svakalegasta færi sem sést hefur án þess að það endi með marki!!!!!! það var brálað, ég hélt að ég væri að fara að deyja. Jæja þegar venjulegur leiktími var búinn var tekið til framlengingar því staðan var 0-0.
Ég verð samt að koma einu að en mér fannst dómarinn vera svolítið hlutdrægur, kannski er þetta bara útaf því að ég er juve fan en mér fannst svolítið einkennilegt að þegar flautað var til hálfleiks voru juve í bullandi sókn og svo þegar flautað var til loka leiksinns voru juve að hlaupa upp með boltann og voru komnir frekar langt yfir miðju, að fara að setja bolltann fyrir þegar dómarinn segir bara “Búið” með þessari leiðinlegu flautu hanns.
Svo kom framlengingin og þá hélt ég að ég væri að fara að sofna, þetta var mest óspennandi úrslitaleikur meistaradeildinnar EVER þangað til að það kom að vítaspyrnukeppninni, þá varð ég svo stressaður að ég sat bara með bolinn fyrir andlitinu og beið!

kannski gaman (gaman eða ekki gaman) að koma því að að ég hef aldrei haldið með liði sem vinnur í vítaspyrnu keppni nema þegar ítalía vann rosalega hvort það var ekki á móti hollandi þar sem Toldo fór á kostum.
Allavega til að gera langa sögu stutta þá unnu AC Milan Meistaradeildina og ég held að þeir geti þakkað framherjum Juve fyrir arfaslakar spyrnur þar sem Trezugeut og zalayeta skutu báðir fáránlega lélegar spyrnur og svo varði Dida reyndar ágætlega,
takk fyrir
kveðja Gísli