AC Milan unnu í gærkvöldi sinn sjötta sigur í Evrópukeppni Meistaraliða og þann fyrsta á níu árum en þeir höfðu betur gegn Juventus í vítaspyrnukeppni á Old Trafford. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma og því varð að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var ekkert skorað og því var framlengt um aðrar 15 mínútur sem einnig voru markalausar og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni.Í vítaspyrnukeppninni var brasilíski markvörðurinn Dida hetja AC Milan en hann varði þrjár slakar spyrnur Juventus manna á meðan Buffon varði tvær í marki Juventus. Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko tók lokaspyrnuna í vítaspyrnukeppninni sem hann skoraði örugglega úr og tryggði AC Milan sigurinn.
Vítaspyrnukeppnin:
Juventus 0-0 Milan
(Trezeguet misnotar)
Juventus 0-1 Milan
(Serginho skorar)
Juventus 1-1 Milan
(Birindelli skorar)
Juventus 1-1 Milan
(Seedorf misnotar)
Juventus 1-1 Milan
(Zalayeta misnotar)
Juventus 1-1 Milan
(Kaladze misnotar)
Juventus 1-1 Milan
(Montero misnotar)
Juventus 1-2 Milan
(Nesta skorar)
Juventus 2-2 Milan
(Del Piero skorar)
Juventus 2-3 Milan
(Shevchenko skorar)
Kveðja kristinn18