Wolves í úrvalsdeild Tímabilinu í Englandi lauk formlega í gær með einum leik og var það leikur Wolves og Sheffield United. Með sigri gátu Wolves menn krækt sér í sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Wolves menn mundi væntanlega kætast mjög ef að þeir kæmust í úrvalsdeild því það væri í fyrsta skipti í 19 ár sem þeir leika meðal þeirra bestu. Fyrri hálfleikur var fjörugur og voru þrjú mörk skoruð og öll komu þá frá Wolves mönnum. Mark Kennedy, Nathan Blake og Kenny Miller skoruðu og var staðan orðin heldur betur vænleg. Á 45. mín fékk Neil Warnock stjóri Sheffield reisupassann og gat hann því ekki stýrt liðinu í síðari hálfleik. Eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik fengu liðsmenn Sheffield víti en þeir misnotuðu það og staðan ´því enn 3-0. Á 69 mínútu voru Sheffield menn hársbreidd frá því að minnka muninn í 3-1 en þeir fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Tounge leikmaður Sheffield framkvæmdi spyrnuna en hún hafnaði í tréverkinu og staðan því enn 3-0 og allt leit út fyrir að Wolves væri á leiðinni í úrvalsdeildina. En svo var flautað til leiksloka og Wolves fór með sigur af hólmi 3-0 og þar með leika þeir í úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Það verða þá Portsmouth, Leicester og Wolves sem koma upp fyrir Sunderland, WBA og West Ham sem féllu á þessari leiktíð.

Nú er leiktíðinni á Englandi lokið og var þetta mjög skemmtileg leiktíð. Ég bíð bara spenntur eftir að sjá hvernig nýliðarnir eiga eftir að standa sig á næstu leiktíð.

Kv.
Geithafur

Heimildir: www.gras.is