Já fyrsta umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu er búin og tímabilið byrjað. Ég býst við skemmtilegu boltasumri og vonandi vinnur mitt lið (KR).
Í þessari umferð áttust við FH-íA, ÍBV-KA, Grindavík-Valur, Fylkir-Fram og Þróttur-KR.


FH-ÍA 1-1

FH-ingar hafa verið að spila vægast sagt illa á undirbúningstímabilinu og margir hafa spáð þeim í neðri hluta deildarinnar og jafnvel falli, ÍA hefur hinsvegar verið spáð ofarlega og bjartsýnir menn á skaganum telja að liðið eigi möguleiga á titli. Fyrir þennan leik spáðu flestir sigri skagamanna en lokatölur urðu jafntefli 1-1 og endurspeglar það leikinn FH átti fyrri hálfleik en ÍA seinni. FH-ingar komust yfir með marki Jónasar Grana Garðarssonat á 35 mínútu og þannig stóðu leikar þar til á 89 mínútu er Gunnlaugur Jónsson skoraði með skallamarki. Miðað við þennan leik er FH ekki á leiðinni niður í fyrstu deild og ÍA ekki að fara að hampa titlinum.



ÍBV-KA 2-3

KA hefur eins og FH ekki verið spáð neinum rósum í sumar og kom það flestum á óvart að þeir sigruðu ÍBV. Þessi leikur var nokkuð kaflaskiptur ÍBV átti fyrstu 30 mínúturnar og skoruðu 2 mörk en undir lok hálfleiksins náðu KA menn að klóra aðeins í bakkan með marki Hreins Hringssonar. Í síðari hálfleik gekk ekkert hjá heimamönnum og var Bjarnólfi Lárussuni vikið af velli á 59 mínútu. KA skorðai síðan 2 mörk í seinni hálfleik og uppskáru jú sanngjörn þrjú stig.



Grindavík-Valur 1-2

Valsmenn eru nýliðar í deildinni en Grindvíkingar hafa á að skipa einu sterkasta liði deildarinnar. Flestir spáðu líklega öruggum þrem stigum til Grindvíkinga en raunin varð önnur. Valsmenn voru betra liðið næstum allan tímann og uppskáru eftir því 2-1.



Fylkir-Fram 3-1

Öruggasti sigurinn í þessari umferð koma á Fylkisvellinum 3-1 gegn Fram. Fylki hefur verið spáð sem kandídötum í meistarabaráttuna og Fram hefur verið spáð ágæti sumri. Framarar voru lengi í gang og nýttu Fylkismenn sér það með tveimur mörkum á fyrstu 13 mínútunum. Það lifnaði yfir hinum bláu í seinni part fyrri hálfleiks og fenfu þá nokkur ágæt marktækifæri og náðu inn einu marki á 33 mínútu. Seinni hálfleikur var frekar rólegur og ekkert mikið að gerast fyrr en að Andra Fannari Ottósyni var vikið af velli á 70 mínútu. Fylkismenn nýttu liðsmunin ekert sérstaklega vel þar til að Sævar Þór Gíslason kom inná og hleypti nýju lífi í Fylkismenn og setti jafnframt inn eitt mark á 89 mínútu ef marka má þennan leik eru Fylkismenn ekkert að fara detta út úr toppbaráttunni í sumar þó að mín persónulega skoðun sé að gullöld sé að byrja (já að byrja) og að KR verði leiðandi afl í íslenskri knattspyrnu um ókomin ár.



Þróttur-KR 1-2

Íslandsmeistara KR-inga mættu nýliðum Þróttara á Laugardalsvellinum á mánudaginn og eins og við mátti búast sigraði KR. Þessi sigur var þó allt annað en auðfenginn og ef Þróttarar spila svona í sumar þá eru þeir til alls líklegir þó að það megi þétta vörnina. Strax á annari mínútu náðu Þróttarar að skora meeð ágætu marki Hjálmars Þórarinssonar. Þróttarar verða að teljast sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þó að dómarinn hafi rænt vítaspyrnu af mínum mönnum ásamt því að sjá ekki þegar ákveðinn Þróttari sparkaði að KR-ingi eingöngu í hefndarskyni sem er sjálfkrafa rautt spjald. Í lok hálfleiksins fór þó eittvað að ganga hjá meisturunm og áttu þeir nokkur ágæt færi. Byrjun seinni hálfleiks var lík byrjun hins fyrri Þróttarar verulega frískir en KR-ingar hálf óvirkir. KR náði þó snemma tökum á leiknum. Arnar Gunnlaugsson náði að jafna fyrir KR-inga á 65 mínútu með ágætum skalla eftir að KR-ingar höfðu misnotað nokkur ágæt færi. KR réð ferðinni til loka en voru þó næstum búnir að gefa mark þegar að Kristján Finnbogason var of seinn að hreinsa og Björgólfur Takefusha náði að fara í tæklingu á móti honum en Kristján náði að bjarga þessu. Sigurmarkið kom á 84 mínútu þegar að Sigurður Ragnar Eyjólfsson skoraði mark fyrstu umferðar. Svona endaði leikurinn en engu munaði að Þróttarar næðu að jafna með frábærri aukaspyrna í stöngina á lokamínútinni. KR-ingar voru ekki að spila sinn besta leik en sýndu þó karakter og tóku öll stigin úr leik sem hefði hæglega getað endað með jafntefli eins og svo oft í fyrra.


Með tilliti til þessarar umferðar birti ég hér spá mína um lokastöðu þessarar deildar.


1. K.R.
2. Fylkir
3. Grindavík
4. ÍA
5. Valur
6. Fram
7. Þróttur
8. KA
9. FH
10. ÍBV


Áfram KR