Jæja það er komið að því að við fáum séns á að komast svolítið ofar í deildinni. Til þess að það geti gerst þurfa að sjálfsögðu önnur lið að tapa, svona er plottið. Arsenal tapar fyrir Leichster, þeir ná okkur samt ekki. Chelsea taka Ipswich þannig að Ipswich verða áfram með 40 stig eins og Arsenal. Bradford tekur Sunderland á sunnudaginn (hehehehe allt í lagi að láta sig dreyma) og svo að sjálfsögðu hefnum við okkar á Middlesbrough og rúllum þeim upp á morgun. Þetta þýðir að við komumst í annað sæti við hliðiná Sunderland með 42 stig held ég að ég muni rétt en Arsenal og Ipswich sitja eftir með 40 stig og svo stingum við þá alla af:)))) Jæja þetta eru bara svona “fyrirhelgi” pælingar, það verður gaman að sjá hvernig fer. Happy football weekend:)