Eins og svo allir vita þá tryggðu United menn sér enska meistaratitilinn fyrir 2 vikum eða svo. Síðan þá hafa tveir menn frá Arsenal komið út með fáranlegar yfirlýsingar. Í fyrsta lagi þá er það þjálfarinn sjálfur, Arsene Wenger. Þegar United kláraði deildina kom hann þá þá yfirlýsingu að Arsenal liðið væri enn það besta í Englandi. Sagði að þrátt fyrir það að þeir hefðu ekki orðið meistarar þá væru þeir samt betri en United. Hvernig fær hann það út að þeir séu bestir í Englandi þegar þeir vinna ekki einu sinni deildina, og eru ekki einu sinni komnir með titil þegar þetta er skrifað. Hvernig getur lið sem ekki hefur unnið titil á tímabili (datt út úr Meistaradeildinni, datt út úr deildarbikarnum og missti af meistaratitlinum) líst því yfir að þeir séu bestir í Englandi? Síðan bætti þessi “snillingur” við að ,,hann væri sannfærður um það að ef þeir hefðu unnið Bolton, þá hefðu þeir orðið meistarar.“ Hvernig dettur þessum manni í hug að segja þetta? Í fyrsta lagi, þá vita það allir heilvita menn að enska deildin vinnst ekki á einum leik! Og líka að fyrst að hann segir þetta, geta þá ekki United menn sagt að þeir séu sannfærðir um það ef þeir hefðu unnið alla 38 leikina þá hefðu þeir orðið meistarar! Ég er nú bara sannfærður um það!! Þetta er hálfbjánalegur rökstuðningur hjá Wenger. Jæja, nóg um Wenger, því nú hefur fyrirliði Arsenal, Patrick Vieira fallið í sömu gryfju og þjálfarinn. Hann segir á heimasíðunni www.teamtalk.com að Arsenal séu ennþá besta liðið í deildinni. Þar bætir hann við orðrétt:
”I have seen Manchester United so many times on television this season and they were playing really poor football - really rubbish.“ HALLÓ!! Já, þeir voru að spila lélegan fótbolta þegar þeir unnu Liverpool 2 sinnum, þegar þeir unnu Arsenal einu sinni, unnu Newcastle 2 sinnum í miklum markaleikjum og tóku Real Madrid á heimavelli í mjög góðum knattspyrnuleik. Hvernig getur hann sagt að þeir hafi spilað lélegan fótbolta? Auðvitað komu einn og einn leikur inn á milli snemma á tímabilinu sem þeir spiluðu illa, t.d. Man. City. En hann talar um ”so many times.“ En þrátt fyrir þennan ”rubbish“ fótbolta, þá urðu þeir meistarar. Hversu mikinn ”rubbish“ fótbolta voru þá hin liðin að spila??? Áfram heldur samt Vieira og segir:
”When I was watching they just did not play well. But United have this or that player who comes up with a trick, they score a goal and then they win one-nil or two-nil.“ Ég veit nú ekki betur til en að þetta kallist að hafa góða leikmenn sem geta snúið leik. Það myndi ég nú ekki kalla ”rubbish“ fótbolta að hafa svoleiðis menn innanborðs. Ekki man ég betur en þegar United varð meistari árið 96/97 að Cantona hafi verið aðalmaðurinn í 1-0 leikjum þeirra í lok tímabilsins(þar á meðal tryggði hann united 1-0 sigur á Arsenal), sem tryggði þeim meistaratitilinn. Aldrei hefur það heyrst að United hafi verið að spila ”rubbish" fótbolta á þessum árum. Ég myndi segja að það væri gott fyrir lið ef þeir gætu stolið sigrum í svona leikjum. Arsenal hefur gert þetta líka með Henry í fararbroddi.
Geta Arsenal menn ekki bara bitið það í sig að VIÐ tókum deildina þetta árið? Þeir eiga í einhverjum erfiðleikum með að sætta sig við það að sálfræðin sem Sir Alex Ferguson beitti í lokin, virkaði eftir allt saman, því Wenger eyddi svo miklum tíma í að segja að sálfræðin virkaði ekki neitt. Leikmenn Arsenal voru að spila á nálum alla síðustu leikina. Þeir voru ekki að spila eins og meistarar, heldur voru United menn að spila eins og tilvonandi meistarar. Enda sást það best þegar United var komið með þetta í höfn, þá var öll pressa farin af Arsenal og þá fóru þeir að spila alvöru fótbolta og rúlluðu yfir liðin sem eftir voru. Það er bara ekki nóg að geta spilað flottan fótbolta, það verður líka að kunna standast álag, sem Arsenal menn geta greinilega ekki. Þeir klúðruðu bæði Meistaradeildinni og deildinni þannig. En þannig er nú bransinn í dag, og hlakka ég til næsta tímabils þegar talað er um United sem Meistarana.
“When seagulls follow the trawler, it is because they think that sardines will be thrown into the sea.” - Eric Cantona