George Best, sem einna þekktastur er fyrir drykkjuskap sinn, er enn að. Læknir hans sendi á dögunum út tilkynningu til breskra vínsala að selja kappanum ekki áfenga drykki. Læknirinn, sem heitir Roger Williams sagði að allir þekktu hann, allir elskuðu hann og að allir vildu hjálpa honum. Það gerðu þeir með því að selja honum ekki vín. George fór í frí til Spánar fyrir stuttu með konu sinni, og datt í það áður en hann fór. Læknirinn óttast því að hann drepi sig með þessari drykkju á Spáni. Helst þyrfti að hengja upp myndir af honum á öllum börum á Spáni og banna að selja honum drykki.
Brennivínshetjan George Best er ennþá að. Læknir hans hefur nú sent út tilkynningu til breskra öldurhúsa, þess efnis að selja kappanum ekki drykki svo takast megi að halda honum frá Bakkusi. Læknirinn Roger Williams sagði: “Allir þekkja hann, allir elska hann og allir vilja hjálpa honum. Það gera þeir ekki með því að láta hann fá drykk.” Þessi ummæli koma í kjölfar frétta af enn einu fylliríi Best um helgina. “Það hjálpar ekki þegar fólk afgreiðir hann í þessu ástandi. Starfsfólk gæti gert sitt til að aðstoða læknana og alla hina,” sagði Williams. Best hefur þegar verið sagt að hann geti drepið sig ef hann heldur áfram að drekka en hann datt samt sem áður í það áður en hann fór í frí til Spánar með konu sinni. Læknirinn sagðist hafa verið ánægður með árangur meðferðarinnar að undanförnu en vissulega væri þetta áfall. Hann þarf sennilega að senda barþjónum á Spáni viðvörun ef ekki á illa að fara. Líklega væri þægilegast að hafa bara viðvörunarmynd af Best uppi á krám um allan heim svo hann fái ekki afgreiðslu.