Atli Eðvaldsson HÆTTUR MEÐ LANDSLIÐIÐ Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfi í knattspyrnu, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með deginum í dag. Hann óskaði eftir því við stjórn Knattspyrnusambandsins sem varð við ósk hans. Greint var frá þessu á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í húsi KSÍ í Laugardag. Ásgeir Sigurvinsson tekur tímabundið við sem landsliðsþjálfari en jafnframt var ákveðið á stjórnarfundi í dag að formanni KSÍ yrði veitt umboð til að leita að erlendum þjálfara til að taka við stöðunni.
Ástæða uppsagnar Atla er eins og segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórn KSÍ og Atla: „Mikil og neikvæð umræða hefur verið um störf Atla með landsliðið sem í raun hefur haft slæm áhrif á gengi liðsins. Atli dregur sig í hlé í þeirri von að liðinu takist að snú blaðinu við og fá stuðning þjóðarinnar í komandi leikjum sem eru gríðarlega mikilvægir fyrir íslenska knattspyrnu.“

Atli hafði samband við Eggert Magnússon, formann KSÍ, að loknum leiknum gegn Finnlandi á dögunum og óskaði eftir því að láta af störfum. Eftir nokkra umhugsun ákvað Eggert að fallast á ósk hans. Atli hefur starfað hjá KSÍ sem þjálfari í tæp 8 ár, fyrst 4 ár með U21 landsliðið og síðan með A landsliðið. Knattspyrnusamband Íslands þakkar Atla góð störf og frábært samstarf.

Næstu landsleikir eru eftir mánuð við Færeyjar hér heima og við Litháen ytra. Ásgeir mun stýra liðinu a.m.k. í þeim leikjum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, segir að það kunni að taka nokkra mánuði að finna eftirmann Atla. Atli tók við þjálfum landsliðsins haustið 1999 af Guðjóni Þórðarsyni.

Tekið beint af MBL.IS
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=103 0804