10.Sæti: Valur. Ólíkt öðrum spáð sem ég hef séð þá eru valur ekki í fallsæti, ka og fh eru í fallsætum í flestum tilfellum. Valsmenn hafa ekki verið að gera neinar rósir í vetur og virðast vera með lítið breytt lið, hafa fengið ólaf þór gunn í markið sem styrkir þá væntnalega en sóknarleikurinn á eftir að verða þeim að falli í sumar.
9:Sæti. Fh, tími Fh-inga er kominn og verða þær að sætta sig við fall að þessu sinni, hafa ekki verið að gera neitt að viti í vetur, hafa fengið til sín tvo dana sem eiga eftir að styrkja liðið að einhvejru leyti en nægir samt ekki til að forðast fall.
8:sæti: Þróttur, nýliðarnir ná naumlega að halda sæti sínu í deildinni ef Sören Hermansen daninn heldur áfram á sömu braut og raðar inn mörkunum sem hann hefur gert, hinn ungi Hjálmar Þórarinsson verður lika að leggja sitt af mörkum ef liðið á að halda sér uppi, nái þeir sér ekki á strik í framlínunni bíður þrótti ekkert nema fall í stað fh-inga.
7.Sæti: KA, flestir spá Ka mönnum falli þetta árið eftir að hafa misst þórð þórða og kristján sigurðsson, en ef betur skal á litið þá var 4 sætið hjá þeim í fyrra ekki 2 mönnum að þakka og að liðið skuli vera búið að fá Byskov í markið, Pálma Rafn, Jón Örvar og fleiri leikmenn er nóg til að halda liðinu uppi þetta árið.
6:sæti Fram, Frammarar hafa veirð í botnbaráttu seinustu árin og verða nú ekki langt undan þeirri botnbaráttu þetta árið, eru samt með sterkara lið en hin 4 og sleppa við fall, ná ekki að blanda sér í baráttu efstu liðanna.
5.Sætið:ÍBV verða á svipuðu róli og Framarar, aðeins frá botninum og ná ekki að blanda sér í toppinn, gætu svo sem haft sætaskipti við framara, liðið hefur misst tómas inga og verður sóknarleikur eyjamanna algjörlega háður Gunnari Heiðari. Heimavöllurinn tryggir sætið í úrvalsdeildinni.
4.Sætið: ÍA, munu verða í toppbaráttunni eins þeir hafa nánast samfleytt verið frá 92 þegar þeir urðu meistarar. Skagamenn eru með góða ungræktunarstarfsemi og hafa margir ungir skagamenn náð langt, hafa endurheimt þórð þórða og stefán þórða, en munu samt ekki ná titlinum.
3.Sætið:Grindavík: Munu vera á sama róli og í fyrra, hafa fengið Óla Gott í markið, og Óðin Árna í vörnina sem mun styrkja þá verulega, spurning hvað Lee Sharpe á eftir að gera en hann virðist bara vera nafnið og útbrunninn, kannski afsannar hann það.
2.Sætið Fylkir verða í harði baráttu við Grundavík og skagamenn um annað sætið, en munu ekki ná að ógna fyrsta sætinu, hafa fengið til sín, Ólaf Snorrason, Andra Stein og Magnús Þorvarðason til að auka við sóknarleik sinn ásamt fleiri leikmönnum sem mun gera það a ðverkum að þeir nái 2.sætinu.
1.Sætið: Kr, enn einu sinni verða Kr-ingum spáð meistaratitlinum, erfitt verður að ná stigum af kr-ingum sem hafa sankað að sér leikmönnum í vetur, ef Arnar Gunnlaugsson, Bjarki Gunnlaugsson, Guðmundur Benediktsson, Garðar Jóhannson, Veigar Páll Gunnarson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson séu ekki nægilega margir og marksæknir fyrir kr-inga þá veit ég ekki hvað, einhver þeirra ætti að getað skorað nóg til að gera kr af meisturum, svo er Kristján sigurðsson kominn til að loka vörninni, held að enginn geti ógnað kr.