Það hefur verið nokkur umræða um að breyta þessu í evrópuboltann í stað einungis þess ítalska. Persónulega er ég með því þar sem þetta áhugamál á erfitt uppdráttar sökum þess að ítalski boltinn er ekki sýndur auk fleiri ástæðna.
Það eru margir sem vilja breyta þessu í evrópu boltann, fáir eru á móti og virðist mér nokkuð ljóst að mikill meirihluti myndi vilja breyta þessu.
Ég hef ekki séð að stjórnendur hér séu á móti því að breyta þessu áhugamáli og ef fólk byrjar að senda inn greinar sem tengjast evrópuboltanum s.s. eins og grein um þýsku eða spænsku deildina, gengi liða í Noregi, fjárhagsstaða hollenskra liða o.s.frv er það í þeirra höndum að samþykkja. Það er þó ekki í þeirra höndum að breyta áhugamálinu heldur vefstjóra.
Það er þannig séð ekki mikið sem þyrfti að breyta á þessu áhugamáli til þess að breyta því í evrópuboltann. Það þyrfti aðeins að taka ú myndina af logoi Serie A og láta inn UEFA logoið. Taka út deildina og næstu leiki því að þeir eru hvort eð er sjaldan uppfærðir.
Meistaradeildin ætti einnig heima á evrópuboltanum og væri hægt að hafa stöðuna í henni á þeim stað sem staðan í ítalska er núna.
Það er ljóst að fólk nennir varla að senda inn vandaðar greinar á ítalska boltann þar sem þær eru ekki eins mikið lesnar og aðrar greinar.
Því skora ég á Admina, vefstjóra og aðra notendur huga.is að beita sér fyrir því að ítalska boltaum verði breytt í evrópuboltann.