Já góðir hálsar og rauðsvartir aðdáendur nær og fjær, það gerist nú æ háværari orðrómurinn að Frank Rijkaard, einn þriðji af hinni heilögu hollensku þrenningu sé um það bil að taka við af Alberto Zaccheroni sem þjálfari Milan. Varaforseti félagsins, Adriano Galliani, er alveg brjálaður yfir því að aðeins hafa nást tvö stig út úr síðustu fjórum leikjum og þolinmæði manna er á þrotum. Þess utan þá hefur Zaccheroni staðið í vegi fyrir því að Bierhoff yrði seldur, sem væri nú ágæt hugmynd - maðurinn orðinn 32 og farinn að skila minna af sér en áður. Ég tæki Rijkaard fagnandi og vona að þetta verði staðreynd fyrr heldur en síðar. Forza Rossoneri !