ÍA og KR mættust í dag í undanúrslitum Deildabikarans. Leikurinn fór fram á Akranesi.

Það vantaði fullt af leikmönnum í báðum liðum. KR vantaði: Sigurð Ragnar Eyjólfsson , Arnar Gunnlaugsson, Sigurstein Gíslason og Kristinn Hafliðason. Hjá ÍA vantaði: Stefán Þórðarson, Baldur Aðalsteinsson, Reyni Leósson. Fjörið byrjaði strax á 2. mínútu en þá geystist Grétar Rafn Steinsson upp hægri kantinn sendi góða sendingu á fjærstöng þar sem að Guðjón Sveinsson kom og setti boltann viðstöðulaust á lofti í netið. Annað mark leiksins kom úr hornspyrnu. Hornspyrnan fór til Kára Stein Reynissonar og hann skoraði. Á 36. mínútu náðu KR-ingar að minnka muninn. Bjarki Gunnlaugsson slapp þá einn í gegn og klobbaði Þórð Þórðarson í markinu. Heimamenn voru ekki lengi að skora aftur og það var Hhjörtur Hjartasson á verki.
Á 78. mínútu kom annað mark frá ÍA mönnum sem Hjálmur Dór Hjálmsson skoraði með skoti í vinstra hornið.

ÍA
Þórður Þórðarson (Eyþór Frímannsson), Andri Karvelsson, Helgi Pétur Magnússon, Gunnlaugur Jónsson, Hjálmur Dór Hjálmsson, Guðjón Sveinsson (Þorsteinn Gíslason), Grétar Rafn Steinsson , Pálmi Haraldsson , Kári Steinn Reynisson (Ellert Jón Björnsson), Hjörtur Hjartarson ,(Andrés Vilhjálmsson), Garðar Gunnlaugsson (Þórður Birgisson)

KR
Kristján Finnbogason, Sölvi Davíðsson, Gunnar Einarsson , Kristján Sigurðsson , Jón Skaftason (Grétar Sigurðsson), Einar Þór Daníelsson , Sigurvin Ólafsson, Arnljótur Ásvaldsson (Kristinn Magnússon), Veigar Páll Gunnarsson, Garðar Jóhannsson (Henning Jónasson), Bjarki Gunnlaugsson (Kjartan Finnbogason)

Kveðja kristinn18