Houlier er enn með pennann og heftið á lofti, því nú er hann að velta fyrir sér Chris Kirkland hjá Coventry. Og það er ekki lítill tékki sem þarf að borga fyrir hann, 9M.

Ég persónulega vil nýjan markvörð. Mér finnst Westerweld alltaf verri og verri, og finnst í raun David James vera betri en hann. Hins vegar er Westerweld alls ekki slæmur markvörður, og því er spurning hvort það sé réttlætanlegt að eyða svona miklum peningum í markvörð, þó að United hafi reyndar borgað meira fyrir Barthez ef ég man rétt.

En það sem vekur eiginlega mesta ath. er að Houlier sé að kaupa tjalla. Hann keypti að vísu Heskey, en hann er bara búinn að kupa svo marga útlendinga, að það fer að verða húsnæðisskortur í Liverpoolborg.

En enn og aftur verð ég að lýsa yfir þeirri skoðun minni að mér finnst að Houlier ætti að fara einbeita sér meira að leikmönnum sem eru hjá liðinu, í staðinn fyrir að vera bæta endalaust við nýjum mönnum. Markmaður þarf að vísu ekki eins mikinn tíma til að aðlagast liðinu, en samt … aðeins að slaka á á heftinu…