Eru ekki fleiri en ég orðnir þokkalega pirraðir á að þurfa að vera áskrifandi að tveim rásum til að horfa á enska boltann. ?
Ætli það myndi ekki heyrast meira ef td Friends eða einhver önnur framhaldssería væri á tveim rásum ?
Annað sem er óþolandi eru nokkrir lýsarar ( nýyrði yfir þá sem lýsa íþróttaviðburðum ) eru alveg að gera hvern mann vitlausan með bulli og vitleysisgangi, hellst að Snorri og Arnar komist þokkalega frá þessu og Höddi er efnilegur, þó sérstaklega þegar Manchester United eða Liverpool eru ekki í útsending hjá honum :-)
Ég held að sumir lýsararnir ættu að taka upp lýsingu hjá sér og horfa svo á hana og hlusta á bullið.
Sparky