Michael Owen Þar sem að ég skrifaði um RVN þá ákvað ég að skrifa líka um Michael Owen, og Thierry Henry. En ég ætla að byrja á Michael Owen.

Michael James Owen fæddist í Chester , sem er staðsett á landamærum Wales og Englands 14 Desember árið 1979. Borgin tilheyrir samt Englandi. Hann er frekar smávaxinn eða 1.76 sm á hæð, og vegur 70 kg. Fyrsta liðið sem hann lék fyrir var Mold Alexandra, þar sem hann lék fyrir drengjaliðið (undir-10 ára) þá 7 ára gamall. Hann skoraði 34 mörk fyrsta tímabilið sitt þar. Hann fór þaðan í Deeside Primary school þar sem hann fór að leika fyrir undir-11 ára liðið. Á tveimur tímabilum þar sló hann met Ian’s Rush (sem einnig gekk í þennan skóla) og skoraði 97 mörk. Þegar hann var 11 ára gamall þá vildu mörg félög fá hann til æfinga, þar á meðal Man Utd og Everton. En hann valdi Liverpool. Þegar hann var 14 ára gamall þá var hann valinn í knattspyrnuskóla enska knattspyrnu-sambandsins, sem aðeins efnilegustu leikmenn Englands komast í. Þegar hann var 16 ára gamall skrifaði hann undir unglingssamning við Liverpool og launin voru 50 pund á viku. Í Október spilaði hann sinn fyrsta landsleik með u-18 ára landsliði Englands, á móti Norður-Írum, það er skemmst frá því að segja að hann skoraði öll mörkin í 4-0 sigri Englendinga. Í Desember 1996 þá fékk hann atvinnumanna samning við Liverpool og hann fékk treyju nr. 18. Undir lok tímabilsins 96-97 þá fékk hann að spreyta sig í fyrsta sinn með aðalliðinu á móti Wimbledon á Selhurst Park og skoraði í leiknum, Michael hefur ekki litið um öxl síðan. Tímabilið 97-98 var frábært tímabil hjá Michael, þá 17 ára gamall. Hann byrjaði á því að skora í opnunarleik tímabilsins úr vítaspyrnu. Mörkin urðu alls 18 þetta tímabil, og hann átti einnig 13 stoðsendingar.

HM 1998:

Michael komst í hópinn vegna meiðsla Robbie Fowler. Hans fyrsti landsleikur fyrir A-landsilð Englands var á móti Chile, hann var þá yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Englands hönd, aðeins 18 ára og . Hann spilaði 4 aðra leiki fyrir HM og skoraði í einum þeirra á móti Morokkó. Michael var á bekknum í tveimur fyrstu leikjum Englands á móti Rúmeníu og Túnis en í leiknum á móti Rúmeníu þá skoraði hann, en það dugði skammt því að England tapaði leiknum. En í þriðja leiknum á móti Kólumbíu þá fékk hann að byrja inn á og England sigraði með tveimur mörkum gegn engu. Englendingar voru komnir í aðra umferð þar sem þeir mættu Argentínu. Owen fékk að byrja inn á. Þjálfari Englands þá, Glenn Hoddle sá nú ekki eftir því, því að Owen skoraði eitt af mörkum mótsins, og fiskaði víti, einnig skoraði hann í vítaspyrnukeppninni. En þetta dugði skammt, því að Englendingar voru slegnir út. En í heild var frammistaða Michael’s mjög góð, þar sem hafður er í huga aldur hans þá.

Árið 1998 var hann valinn efnilegasti leikmaður ársins á Englandi og einnig persónuleiki ársins af BBC. Tímabilið 98-99 spilaði Michael lítið vegna meiðsla en hann snéri aftur og lék í Evrópukeppninni í Belgíu og Hollandi árið 2000 með enska landsliðinu endir stjórn Kevin Keegan. Hann spilaði alla þrjá leiki Englands á mótinu sem var mikil vonbrigði fyrir England því að þeir komust ekki áfram. Owen skoraði samt eitt mark á móti Rúmeníu þar sem Englendingar töpuðu 3-2 (og kenni ég Phil Neville um).

Næsta tímabil var mjög gott hjá Michael Owen og Liverpool. Liverpool unnu þrennuna, og hann átti stórann þátt í því. Í bikarúrslitum skoraði hann bæði mörk Liverpool í 2-1 sigri á Arsenal og í UEFA bikarnum skoraði hann bæði mörk liðsins á móti AS Roma í Róm. Tímabilið 2001-2002 var einnig gott hjá Michael, hann skoraði eitt mark í Super Cup leiknum á móti Bayern Munchen sem að Liverpool vann 3-2 og Owen var valinn maður leiksins. Þegar Englendingar mættu Þjóðverjum í Þýskalandi var búist við spennandi leik, en annað kom á daginn, Englendingar völtuðu yfir Þjóðverjana, lokatölur 5-1 Englandi í hag, og Owen með þrennu. Hann fékk svo stóra viðurkenningu eftir tímabilið sem var leikmaður ársins. Hann hefur spilað vel á þessari leiktíð fyrir Liverpool og er markahæsti leikmaður liðsins. Hann er líka markahæsti Liverpool maður Englands fyrr og síðar. Ég hef nú grun um það að hann eigi eftir að enda sinn feril hjá Liverpool, en það er nóg eftir af hans ferli.

Kveðja,
gummo55