Jæja.
Nú fer að draga að lokum á Ensku úrvalsdeildinni og úrslit eru enn óljós. En eitt er farið að sjást; Newcastle, sem var fyrir um þrem vikum, var jafnvel spáð sigri af nokkrum blaðamönnum og blöðum.
En eftir 6-2 tap á móti Manchester United FC fóru þeir að dala.
Aðeins eitt stig í síðustu fjórum leikjum hefur tryggt Chelsea, sem eru á ágætu skriði, þriðja sætið.

En hvaða lið vinnur?

Þessari spurningu getur enginn svarað. En tvö lið eru eftir í baráttunni og ef litið er á leikina sem eftir eru hjá hvoru liði (Manchester United og Arsenal FC).

Manchester United:

26. Apríl - Tottenham - Úti

3. Maí - Charlton - Heima

11. Maí - Everton - Úti


Arsenal:

26. Apríl - Bolton - Úti

4. Maí - Leeds - Heima

7. Maí - Southampton - Heima

11. Maí - Sunderland - Úti


Eins og hér sést er pressan á Manchester mönnum í Meistaradeild Evrópu og heima í Úrvalsdeildinni.
En á Arsenal er kannski meiri pressa vegna þess að þeir eiga leik inni og þurfa að taka hann út á móti Southampton þann 7. Maí.
Og einnig er Arsenal að keppa á móti Southampton í Úrslitaleiknum í FA cup sem verður 17. Maí.

1. Man Utd - 74 - 35 leikir

2. Arsenal - 71 - 34 leikir

3. Newcastle - 61 - 35 leikir

4. Chelsea - 60 - 35 leikir

5. Liverpool - 58 - 35 leikir


Þessi lið eiga möguleika á sæti í Meisaradeild Evrópu fyrir leiktíðina 2003-2004. Þó að Liverpool eiga minnstu möguleikana er að mínu mati Chelsea og Liverpool liðin sem komast í Meistaradeildina á næstkomandi leiktíð.



En eitt en að lokum: Mér finnst eins og fótboltinn gangi BARA út á peninga. Ef þú hefur enga peninga, GÓ AVEI! Tökum Leeds sem dæmi, þeir eru með betri útsölu en BT um jólin! Allir leikmenn fara burt til hinna og þessa liða á útsöluverði.
Nei bara svona til að vekja upp umræðu…

En hver vinnur? Verið raunsær. Ekki segja: “Manjú vinnur því að Arsenal eru bara lélegir” eða öfugt.

kv. Shitto