Ruud van Nistelrooy Nú ætla ég að skrifa um einn hetasta framherja Evrópu um þessar mundir, Ruud van Nistelrooy.

Hann fæddist í bænum Oss í Hollandi sem er staðsettur í Suður hluta Hollands
1.Júlí árið 1976, en hann var alinn up í borginni Geffen. Hann fékk fljótt áhuga á íþróttum , þá sérstaklega knattspyrnu. Þegar hann spilaði með bæjarliðinu þá var hann oftast látinn leika sem aftasti varnarmaður. Árið 1993 fékk hann samning hjá liðinu Den Bosch sem að spiluðu í 2. deildinni í Hollandi. Þar fékk hann tækifæri til að sína hæfileika sína, því hann var færður framar á völlinn og látinn leika fyrir aftan framherjana. Hann lék 69 leiki fyrir Den Bosch og skoraði 19 mörk í hollensku 2.deildinni.

Nistelrooy gekk til liðs við hollenska úrvalsdeildarfélagið Heerenven 1997. Nýji þjálfarinn hans sagði að hann þyrfti að bæta leik sinn, og hann mældi með því að hann myndi fara að sjá Dennis Bergkamp spila. Hann gerði það og lærði mikið af honum og kom sterkur inn í deildina þá sem “striker” en ekki fyrir aftan framherjana eins og hann hafði gert með Den Bosch. Hann spilaði aðeins 1 tímabil með Heerenven og skoraði 13 mörk í 30 leikjum. Þegar Ruud varð 22 ára fékk hann góða afmælisgjöf. Hann hafði fengið tilboð frá hollenska risanum PSV Eindhoven, og hann var ekki lengi að ákveða sig og yfirgaf Heerenven sem að fengu 4.2 millj. punda í sinn hlut fyrir kappann. Hann átti mjög góða tíma hjá þeim rauð-hvítu og var orðinn mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins. 18 október 1998 spilaði hann sinn fyrsta landsleik á móti Þýskalandi og lauk leiknum með stórmeistara jafntefli 1-1. Sama ár varð hann markahæstur í deildinni með 31 mark, og fékk nokkrar viðurkenningar þar á meðal leikmaður ársins í Hollandi og silfurskó Evrópu. Á næsta tímabili skoraði hann 29 mörk og þar á meðal tvær þrennur á móti erkifjendunum í Ajax. Tímabilið eftir höfðu Manchester reynt að klófesta hann en hann féll á læknisprófi vegna meðsla á hægra hné, og því hætti Alex Ferguson við að fá hann, en hann vissi að hann myndi snúa aftur og þá myndi hann ná honum. Ruud missti af öllu tímabilinu 2000/2001 og þar af leiðandi af Evrópukeppninni í Portúgal. Það var jafnvel haldið að ferill hans væri á enda en með stanslausum æfingum náði hann að koma sér í gott form og snúa aftur í PSV liðið og hann spilaði þar nokkra leiki áður en hann fékk æskudraum sinn uppfylltann, að ganga til liðs við Manchester United. Hann var keyptur á 19 millj. punda sem var metfé á Englandi og fyrir hollenskan leikmann. Þessi kaup hafa svo sannarlega skilað sér fyrir Ferguson og Man Utd því hann hefur verið að skora alveg eins og vitleysingur síðan hann kom þangað, og framtíð hans, segir hann er hjá Manchester United.

Kveðja,
Gummo55