Chelsea menn tóku á móti Everton og það var enginn annar heldur en Íslendingurinn Eiður Smári Guðjóhnsen sem skoraði fyrsta markið eftir góða sendingu. Chelsea menn réðu lögum og lóðum á vellinum frá byrjun leiks, en staðan var 1-0 í hálfleik. Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði eitt af mörkum ársins í byrjun seinni hálfleik, hann kastaði sér fram og skallaði boltann nánast yfir hálfan vítateiginn og yfir markmann Everton, boltan hélt fluginu áfram og endaði með því að fara í staungina inn alveg upp við slá. Næsta mark skoraði svo Jesper Grönkjær eftir frábæra sendingu frá John Terry, hann tók glæsilega á móti boltanum og setti hann framhjá Richard Wright. Lee Carsley náði svo að minnka muninn í 3-1 með góðu skoti framhjá Carlo Cudicini á 77.min. Síðan gerð Claudio Ranieri breytingar og setti Zola inná fyrir Hasselbaink og stuttu seinn ungstirnið Carlton Cole í staðinn fyrir Eið Smára sem átti góðan fyrri hálfleik. Undir lok leiksins fékk Gianfranco Zola svo sendingu og hann lyfti boltanum yfir markvörð Everton og skoraði fjórða mark Chelsea og með því gulltryggði hann sigur Chelsea á Everton 4-1.

Með þessum sigri skaut Chelsea sér upp í þriðja sæti stigi á undan Newcastle og tveimur á undan Liverpool. Þetta verður spennandi lokasprettur bæði á milli Arsenal og Manchester United og einnig á milli Chelsea, Newcastle og Liverpool. Chelsea á eftir að keppa á móti Fulham, West Ham og Liverpool. Þess má geta að ef að svo ólíklega ;) vildi til að Liverpool næði að vinna Chelsea á Stamford Bridge þá yrði þetta í fyrsta skipti sem Liverpool næði að vinna Chelsea á Stamford Bridge.

Liverpool vann hins vegar Charlton 2-1 með því að skora tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og með þeim sigri halda þeir sér ennþá í báráttunni um að komast í meistaradeildina á næsta tímabili. Newcastle sem var í þriðja sæti fyrir leiki dagsins gerði jafntefli við Aston Villa 1-1 á heimavelli sínum og sitja því einu sæti neðar á töfluni í fjórða sæti.

Mér finnst ömurlegt að það séu nánast bara sóknarmenn sem eiga möguleika á að vera menn leiktíðarinnar, mér finnst allaveg að Carlo Cudicini ætti að fá tilnefnigu. Hann er búinn að vera frábær á þessari leiktíð og tvímælalaust besti markvörður á Bretlandseyjum og þó víðar væri leitað.